Með því að nota forritið (appið) Stubbur eða vefsíðuna stubb.is samþykkir þú, sem notandi, að fylgja eftirfarandi skilmálum. Skilmálar þessir eiga við um notkun á þjónustu Stubbs og um þær upplýsingar sem notendur setja inn. Skilmálar þessir eru sambærilegir þeim sem almennt gilda hjá miðasölufyrirtækjum, en kunna að vera sérstakir aðstæðum Stubbs.
Notandi: Einstaklingur sem skráir upplýsingar hjá Stubbur Tickets ehf. (kt. 440511-0230) og/eða kaupir miða í gegnum forritið Stubbur eða vefsíðuna stubb.is.
Stubbur/Stubb: Stubbur Tickets ehf., kt. 440511-0230, eigandi og rekstraraðili Stubbur appsins og vefsíðunnar stubb.is (hér eftir nefnt "Stubbur").
Viðburður: Hvers konar skemmtun, sýning, tónleikar, íþróttaleikur eða annar viðburður sem býðst til sölu í gegnum Stubbur appið eða stubb.is.
Miði: Rafrænn miði sem notandi kaupir til að fá aðgang að ákveðnum viðburði.
Reykjavík, 11. október 2024.
Stubbur Tickets ehf.
Heimilisfang: Melhagi 20, 107 Reykjavík
Kt: 4405110230
Vsk nr: 109762
Netfang: stubbur@stubbur.app
Hafðu samband við þjónustuver okkar fyrir nánari upplýsingar eða spurningar varðandi skilmálana.